JÁ FÍNT

Þá er maður bara kominn heim á skerið :) ferðalagið gekk vonum framar, eftir að hafa ferðast með 3 flugvélum á tæpum 23 tímum, þá komst ég á leiðarenda, sæll og glaður, já og mjög þreyttur.
Um helgina ætlum við birnir að hafa mjög gaman, ernan er farin til USA, Þannig að þetta verða feðgadagar með öllu tilheyrandi,

Kv Sæmi


JÁ SÆLL

Jæja þá er bara komið að því heimferð á morgun, Í gær fórum við í mollið og kíktum svo á ítalskan veitingastað um kvöldið, dagurinn í dag hefur að mestu farið í að bíða eftir morgundeginum....maður er greinilega ekki vanur svona dögum, þeas að hafa bara ekkert að gera. Var að spá í að hlaupa út í búð og kaupa playstation en ég hafði þetta nú af, fór í staðin í heljarinar göngutúr, og sá bara ekkert nýtt, nema eitt, haldiði að ég hafi ekki bara fundið mcdonalds hérna!!!!!!  alveg týpískt.....í næsta nágrenni og ég búinn að vera hérna í 3 vikur !!!!!!!!!  JÁ SÆLL , en svona er þetta bara.

Ferðalagið hefst hér á flugvellinum, kl 5.15 og við fljúgum til moskvu, þaðan til köben og svo heim. þetta verða ca 8 tímar í flugvélum :(  áætlaður lendingartími í keflavík er 22.20 að ísl. tíma.

Sæmi

 


JÁ FÍNT

Þá er bara komið föstudagskvöld, Var að troða í mig steik sem ég beið eftir í ca 1 klst, :)  þetta virðist alltaf taka amk um 1,5 klst að borða hérna!!!það hentar mér ekkert sérstaklega vel........þetta er nú yfirleitt mjög einfalt hjá mér :) en ...............ég hef nú víst alveg nægan tíma enda ekki mikið fyrir stafni akkúrat núna, fyrir utan auðvitað eurosport, vissuð þið að núna er í gangi evrópumótið í FUTSAL ????? nei það vita nú ekki margir af því :)  en það er evrópumót landsliða í innanhússfótbolta, 4 menn + markvörður, alveg einstök skemmtun fyrir utan rússnensku þulina, en þeir eiga örugglega stórleik líka. 

Ég var eitthvað búinn að minnast á vegina hérna! en þeir eru alveg sér á parti, sumstaðar eru notaðar forsteyptar einingar með mismiklum ójöfnum, annarstaðar eru göturnar bara orðnar gamlar og þarfnast viðhalds, en þetta er allt annað í dag, í dag er snjór og klaki og þá er göturnar miklu sléttari, ótrúlegt en satt :)  og mun þægilegra fyrir alla.

Sæmi


JÁ SÆLL

skítakuldi ennþá hér í rússlandi,  hahaha ég sem kom með stuttbuxur Cool. Veturnir hérna geta verið ansi harðir allt upp í -40, og það er eins með sumrin hérna í júlí var +35.

Lenti í alveg furðulegu í dag, (þetta er nú allt meira og minna fuðurlegt), nema hvað ég fór á klósettið.............þau eru frekar ógeðsleg, nema hvað ég er að fara inn á klósettið og kemur ekki rússnesk kona út, ok allt í lagi með það, þær þurfa víst líka að pissa, þegar ég kem inn á þetta líka sóðalega klósett þá sá ég nú ekki alveg hvernig þessi kona gat sest á setuna?? það var bara allt gullt (piss) út um allt á setunni ,ég brosti nú út í annað og hugsaði með mér hún erna mín gæti nú aldrei pissað hér :) hvað haldiði að ég hafi þá séð???? daddarrrra  fótspor á setunni?????? hvað er í gangi hér..........JÁ SÆLL , Eigum við að ræða þetta eitthvað???  þær bara standa á klósettinu! , Já konurnar geta nú líka pissað framhjá :)  Þannig að ég er með þá kenningu að það séu konurnar þarna sem pissa svona líka mikið framhjá :) 

Jæja langaði bara að deila þessu með ykkur

Kveðja

Sæmi

 


Vetur

Jæja þá er veturinn kominn hérna, -15 skafrenningur og hálka, þannig að við erum enn lengur á leiðinni út í verksmiðju. ótrúlegt með þessar lödur þær bara keyra og keyra....ég er alltaf að sjá eldgamlar lödur í bland við glænýjar. Spurning um að kaupa eina :)

Þá er bara vika eftir af þessu ævintýri, já þetta er sko ævintýri sem ekki allir fá að reyna, að koma til rússlands, það er ekki svo einfalt að maður geti bara pantað flug og skroppið hingað ónei, það er þannig að þú verður að hafa heimboð og áritun. ég er hérna í boði Chelny Broiler ehf :) kvöldin hjá mér fara mest í að horfa á sjónvarpið og skoða eitthvað í tölvunni, núna síðast var ég að fara í gegnum myndaalbúmið í tölvunni, þar var auðvitað eitthvað sem ég átti eftir að sjá, td er mikið um myndir af Birni og vá hvað drengurinn hefur stækkað og breyst á einu ári WOOWWW, er þetta hægt fann slatta af video myndum sem ég hafði ekki séð :)  ekkert smá flottur á rafmagnsbílnum á yrjum, hjólandi yfir skarfaneslækinn, syngjandi sveittur með gítarinn, algjör TÖFFARI.

Var að tala við enskumælandi rússa áðan og hann var mjög áhugasamur um ísland, hann átti bágt með að trúa því að við hitum húsin okkar upp með heitu vatni úr jörðinni, hér í rússlandi eru húsin hituð með olíu eða gasi, og er mjög dýrt. honum fannst líka mjög skrítið að við endurnýtum ekki vatnið þegar það er búið að hita húsin, það fer bara út í sjó sagði ég og hann átti ekki til orð !!!

Heyrumst

Sæmi

 

 

 


Snjór og hálka

Héðan er allt gott að frétta, snjór og slydda til skiptis, í gær laugardag skelltum við okkur í mollið á staðnum og skoðuðum okkur um, þetta er bara svipað og heima nema kanski ekki eins mikið lagt í búðirnar, svo eru þær yfirleitt mikklu minni, mikið um skóbúðir, veit ekki afhverju? frá mollinu feðuðumst við á mjög nýlegum Lada sport 5 dyra :) Kvöldið fór svo í að horfa á fótbolta á rússnesku!!!

Í dag Fórum við aftur á markaðinn, í snjókomu og mikilli hálku, brjálað að gera alltaf á þessum markaði, keypum ekkert en tókum myndir og höfðum gaman af. Þetta er allt svo mikið öðruvísi en maður á að venjast, það er nú oft stutt í hláturinn hjá manni, t.d fórum við í kjötbúð þar var sölumaðurinn bara með öxi í hönd og bara slátraði eftir þörfum hvers og eins á staðnum!!!! við hliðina á honum var kona að hakka kjöt í lítilli hrærivél, ég hef nú ekki séð svona aðfarir síðan í melselinu á síðustu öld!!! hahaha Nú eru flestir íslendingarnir farnir heim, eftir eru ég og Bragi við verðum hér fram á mánudaginn 26/11. Þess má geta að á föstudaginn fóru 55 þús kjúllar í gegn hjá okkur :) hey hvað kostar kílóið af kjúlla á Íslandi? hérna kostar það ca 90 rúblur kílóið = 230 kall ísk

 Ég vil óska afmælisbörnum dagsins innilega til hamingju með daginn, þeas Einar dúi og pabbi.Góða skemmtun í dag :)

Kveðja frá russia

Sæmi Sæm


Föstudagur

 héðan er allt fínt að frétta, var að koma af skemmtistað, þar var einhver "geirmundur" að brillera :) og flutti okkur þessa fínu tónlist, auðvitað skildum við ekki neitt í textunum en , hann hljómaði ótrúlega líkt og geirmundur okkar.

Alltaf þegar maður hugsar um rússland þá koma gömlu sovétríkin upp í hugann, og þar var nú heldur betur vöruskortur ójá, en í dag árið 2007 þá mundi maður ætla að það væri nú ekki til staðar, en viti menn það er hér enn!!!!! hjá kaupmanninum á horninu okkar kemur ekkert nýtt í hillurnar??? það bara klárast og það kemur bara ekkert aftur, sem kemur sér einstaklega illa við mig!! hvernig? nú það er nú bara þannig með mig að þegar ég er búinn að finna eitthvað sem er ætt, og ég ætla að kaupa það aftur, er það bara BÚIÐ!!! og hefur ekkert sést í búiðnni í viku!!!! alveg fáránlegt. það er eins með vatnið, rússarnir drekka vatn með gosi (sódavatn), daginn sem ég kom þá rambaði ég á að kaupa goslaust vatn, og var heldur betur lukkulegur með það, en viti menn ég mundi auðvitað ekkert hvernig sú flaska leit út eða hvað hún hét, og dag eftir dag er ég búinn að fá vatn með gosi, :(  sem er ekki gott á bragðið.

Góða nótt

Sæmi


Miðvikudagur í Cheny

Ég get alveg upplýst ykkur um að það er sko ekki mcdonalds eða kfc hérna!!!!!!því er nú ver og miður:( en við tökum þetta bara á bjartsýninni and the viking power, Er nú orðinn þokkalega leiður á mötuneytis matnum í verksmiðjunni. Alltaf sama jukkið, ég bara fæ hroll þegar ég huga um matinn þar brrrrrrrr........ .

Verðlagið hérna er ótrúlegt, bensínlítrinn kostar ca 50 kall, bjórinn 60 kall, gosið 60 kall Ég fór út í búð og keypti helling, brauð ,djús gos nammi sjampó ofl drasl. 500 kall!!!!!!!!!. Enda er fólkið hérna ekki með háar tekjur, ein háttsett kona í verksmiðjunni sagði mér að hún væri með 8000 rúblur í mánaðarlaun = 20000 ísk. ekki mikið það.

Merkilegt hvað fólkið hérna tala litla ensku, það er einna helst ungt fólk sem getur babblað smá , en það eldra bara ekki neitt, ég lennti í alveg hróka samræðum við eldri mann í dag, hann var sko rússi, hann babblaði eitthvað rússní grúsní og ég svaraði á ensku, hann hélt áfram og ég hristi hausinn og svaraði á ensku, heyrðu neinei hann bara heldur áfram og áfram  kallinn, og ég sagði bara nét og hann bara bullar og bullar, þetta bull endaði með því að ég sagði bara da ( da = já ) og brosti, þá brosti kallinn og fór, skrítið? Ekki hafði ég minnsta grun hvað hann vildi þessi kall.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá fóru 33000 litlir kjúllar í gegnum kerfið í dag, þegar þetta verður í fullri keyrslu á þetta að geta afkastað 90000 kjúllum á dag. 9000 á klukkutíma.

Búinn að læra 3 orð

Da = já

Nét = nei

Plaziba = takk

Rússní grúússní

 Sæmi

 


Umferðin í rússlandi

Allt gott að frétta héðan, skítakuldi auðvitað.

Umferðin hérna er mjög sérstök, eins og svo margt annað. Ekki nóg með að næstum allir aka um á lada, þá er mikið um árekstra hérna, síðan ég kom hef ég séð að minnsta kosti 1 árekstur í hvorri ferð í verksmiðjuna. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður fyrir það fyrsta þá keyra allir hérna eins og brjálæðingar! og svo eru umferðar mannvirkin ekki þau nýjustu, Ótrúlega fyndið : ef þið sjáið fyrir ykkur 4.akgreina hraðbrautir í hvora átt,  nú og ef maður vill fara í hina áttina, þá eru engin "mislæg gatnamót" neinei það er bara tekin U-beygja!!! og ekki nóg með það, 4 í einu!!!! ótrúlegt.

Þegar við komum á rútunni okkar á verksmiðjusvæðið á morgnana, þá verður rútan að fara í gegnum hús sem er eins og bílaþvottastöð og þar á að sótthreinsa bílinn, sprauta einhverum vökva á undirvagninn,og dekkin (MJÖG MIKILVÆGT). allt þetta vesen er að kosta okkur ca 5 mínútur á dag, það merkilegasta er að það er allt búið að vera frosið í þvottastöðinni sl.2 vikur, neinei keyrum bara áfram gæti hugsanlega verið komið í lag á morgun!  þetta er ekki í lagi!!!!!!

Heyrumst

Sæmi

 


Sunnudagur í rússlandi

Hæ þá er þessi fíni dagur á enda, var bara í fríi í dag :)

Í dag skellti ég mér í gönguferð um nágrenni í ca 12 gráðu frosti :) sem var bara fínt. Fór meðal annars á útimarkað......jamm útimarkað í þessu frosti!!  það væri ekki hægt á íslandi, þó það væri gott veður. En á þessum markaði var bara allt til sölu, allt frá fatnaði til heilu innréttinganna, já og allt utandyra !!! og mikill bisniss allt fullt af fólki.....allir á lada, að sjálfsögðu :) 

Annars hefur dagurinn mest farið í að horfa á sjónvarpið, ég er með ca 50 rásir, það er bara eitt vandamál 49 þeirra eru á rússnesku :( þeir virðast döbba allt hérna, tala yfir allt, meirasegja döbba þeir national geograpic, discovery og eurosport!!!!  en mér hefur gangið ágætlega að skilja þetta...hahahaha.

Varðandi matinn þá er ég auðvitað með neyðarbirgðir frá íslandi :)  svo ég deyi nú ekki alveg úr hungri. Annars er maturinn hérna á hótelinu bara fínn og kostar ekki mikið.

Góða nótt  Sæmi


Næsta síða »

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Nóv. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband