14.11.2007 | 18:08
Miðvikudagur í Cheny
Hæ
Ég get alveg upplýst ykkur um að það er sko ekki mcdonalds eða kfc hérna!!!!!!því er nú ver og miður:( en við tökum þetta bara á bjartsýninni and the viking power, Er nú orðinn þokkalega leiður á mötuneytis matnum í verksmiðjunni. Alltaf sama jukkið, ég bara fæ hroll þegar ég huga um matinn þar brrrrrrrr........ .
Verðlagið hérna er ótrúlegt, bensínlítrinn kostar ca 50 kall, bjórinn 60 kall, gosið 60 kall Ég fór út í búð og keypti helling, brauð ,djús gos nammi sjampó ofl drasl. 500 kall!!!!!!!!!. Enda er fólkið hérna ekki með háar tekjur, ein háttsett kona í verksmiðjunni sagði mér að hún væri með 8000 rúblur í mánaðarlaun = 20000 ísk. ekki mikið það.
Merkilegt hvað fólkið hérna tala litla ensku, það er einna helst ungt fólk sem getur babblað smá , en það eldra bara ekki neitt, ég lennti í alveg hróka samræðum við eldri mann í dag, hann var sko rússi, hann babblaði eitthvað rússní grúsní og ég svaraði á ensku, hann hélt áfram og ég hristi hausinn og svaraði á ensku, heyrðu neinei hann bara heldur áfram og áfram kallinn, og ég sagði bara nét og hann bara bullar og bullar, þetta bull endaði með því að ég sagði bara da ( da = já ) og brosti, þá brosti kallinn og fór, skrítið? Ekki hafði ég minnsta grun hvað hann vildi þessi kall.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá fóru 33000 litlir kjúllar í gegnum kerfið í dag, þegar þetta verður í fullri keyrslu á þetta að geta afkastað 90000 kjúllum á dag. 9000 á klukkutíma.
Búinn að læra 3 orð
Da = já
Nét = nei
Plaziba = takk
Rússní grúússní
Sæmi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.11.2007 | 16:36
Umferðin í rússlandi
Hæ
Allt gott að frétta héðan, skítakuldi auðvitað.
Umferðin hérna er mjög sérstök, eins og svo margt annað. Ekki nóg með að næstum allir aka um á lada, þá er mikið um árekstra hérna, síðan ég kom hef ég séð að minnsta kosti 1 árekstur í hvorri ferð í verksmiðjuna. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður fyrir það fyrsta þá keyra allir hérna eins og brjálæðingar! og svo eru umferðar mannvirkin ekki þau nýjustu, Ótrúlega fyndið : ef þið sjáið fyrir ykkur 4.akgreina hraðbrautir í hvora átt, nú og ef maður vill fara í hina áttina, þá eru engin "mislæg gatnamót" neinei það er bara tekin U-beygja!!! og ekki nóg með það, 4 í einu!!!! ótrúlegt.
Þegar við komum á rútunni okkar á verksmiðjusvæðið á morgnana, þá verður rútan að fara í gegnum hús sem er eins og bílaþvottastöð og þar á að sótthreinsa bílinn, sprauta einhverum vökva á undirvagninn,og dekkin (MJÖG MIKILVÆGT). allt þetta vesen er að kosta okkur ca 5 mínútur á dag, það merkilegasta er að það er allt búið að vera frosið í þvottastöðinni sl.2 vikur, neinei keyrum bara áfram gæti hugsanlega verið komið í lag á morgun! þetta er ekki í lagi!!!!!!
Heyrumst
Sæmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2007 | 19:02
Sunnudagur í rússlandi
Hæ þá er þessi fíni dagur á enda, var bara í fríi í dag :)
Í dag skellti ég mér í gönguferð um nágrenni í ca 12 gráðu frosti :) sem var bara fínt. Fór meðal annars á útimarkað......jamm útimarkað í þessu frosti!! það væri ekki hægt á íslandi, þó það væri gott veður. En á þessum markaði var bara allt til sölu, allt frá fatnaði til heilu innréttinganna, já og allt utandyra !!! og mikill bisniss allt fullt af fólki.....allir á lada, að sjálfsögðu :)
Annars hefur dagurinn mest farið í að horfa á sjónvarpið, ég er með ca 50 rásir, það er bara eitt vandamál 49 þeirra eru á rússnesku :( þeir virðast döbba allt hérna, tala yfir allt, meirasegja döbba þeir national geograpic, discovery og eurosport!!!! en mér hefur gangið ágætlega að skilja þetta...hahahaha.
Varðandi matinn þá er ég auðvitað með neyðarbirgðir frá íslandi :) svo ég deyi nú ekki alveg úr hungri. Annars er maturinn hérna á hótelinu bara fínn og kostar ekki mikið.
Góða nótt Sæmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2007 | 20:44
Laugardagskvöld í Chelny
Komið þið sæl, þá er dagur að kvöldi kominn hér í rússlandi.
Ferðalagið hóst sl. þriðjudag með frábæru flugi til Heathrow airport, en kvöldinu lauk enþá betur með sigri liverpool á besiktas í meistaradeildinni 8-0 náðum seinni hálfleik á hótelinu :) og skáluðum í kók og bjór í tilefni stærsta sigurs liverpool í meistaradeildinni.
Næsti dagur var ansi strembinn, byrjaði á flugi frá heathrow til domodedovo í moskvu. þar tók við 6 klst bið í næsta flug frá domodedov til nizhnekamsk þeas innanlandsflug í rússlandi..........skrautlegt í meiralagi, flogið með Yakovlev YAK-42 þerri frábæru 30 ára gömlu rellu, flugið gekk bara vonum framar og við lentum heilir á húfi í chelny, og gistum á hinu frábæra hótel Tatarztan í góðu yfilæti.
Við erum semsagt að setja upp 1stk kjúklingaverksmiðju í borginni Chelny, það gengur allt samkvæmt áætlun eða þannig kanski er þetta bara svona í rússlandi, þetta kjúklingakerfi var smíðað fyrir einu og hálfu ári síðan í marel og það er verið að setja það upp núna!!! við borðum hádegis"mat" á verksmiðjusvæðinu sjálfu, en eigendur verksmðjunnar eru einnig með kjúklinga ræktun og fleira á svæðinu, þannig að það er eitt mötuneyti fyrir allt liðið, en þetta mötuneyti................er alveg magnað, alltaf þegar ég geng þarna inn þá býst ég allt eins við að hitta á persónurnar úr heilsubælinu í gerfahverfi hahaha ekkert smá fyndið þetta er bara eins og það, allt ógeðslega subbulegt og græjurnar voru örugglega til í FYRRI-heistyrjöldinni!!!!!
Í matinn er alltaf eitthvað sem á að vera grænmetis eitthvað í forrétt, þá kemur súpa með einhverju dóti, þá er komið að KJ'UKLINGNUM svo er endað á einhverju kjöti, semsagt næringarríkur hádegisverður sem fer nú bara að litlu leiti í mallann á sæmasæm ojjjjjjj er á fullu við að taka myndir til að birta hér á vefnum sem fyrst.
Rútuferðin til verksmiðjunnar er ævintýri líkust, þar hlunkumst við ca 12 kallar (frá marel og stork) í ca 20 min á holóttum vegum rússlands, á eldgamalli lödurútu held ég, sem er hastari en rallybíllinn ég sver það :) Og hér er ekkert nema lada og lada og lado jú og einn og einn kamaz trukkur en borgin er víst þekkstust fyrir framleiðslu á þeim eðalgræjum.
Á morgun er sunnudagur og þá verður nú eitthvað skröllt um bæinn og skoðað sig um.
Bestu kveðjur heim á "klakann" það er nú líklega kaldara hjá mér :)
Sæmi Sæm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2007 | 18:21
Kveðja frá Russia
Hæ var bara loksins að ná tölvunni í gang hér í rússlandi..................hér gengur allt mjöööög hægt fyrir sig.
En með góðri hjálp frá ívari nágranna þá tókst þetta jibbí
En maturinn !!!!!! Eigum við að ræða það eitthvað!!!!!!!!!!!!
Hef þetta ekki lengra núna
SæmiSæm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sæmundur Sæmundsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar