Laugardagskvöld í Chelny

Komið þið sæl, þá er dagur að kvöldi kominn hér í rússlandi.

Ferðalagið hóst sl. þriðjudag með frábæru flugi til Heathrow airport, en kvöldinu lauk enþá betur með sigri liverpool á besiktas í meistaradeildinni 8-0 náðum seinni hálfleik á hótelinu :) og skáluðum í kók og bjór í tilefni stærsta sigurs liverpool í meistaradeildinni.

Næsti dagur var ansi strembinn, byrjaði á flugi frá heathrow til domodedovo í moskvu. þar tók við 6 klst bið í næsta flug frá domodedov til nizhnekamsk þeas innanlandsflug í rússlandi..........skrautlegt í meiralagi, flogið með Yakovlev YAK-42 þerri frábæru 30 ára gömlu rellu, flugið gekk bara vonum framar og við lentum heilir á húfi í chelny, og gistum á hinu frábæra hótel Tatarztan í góðu yfilæti.

Við erum semsagt að setja upp 1stk kjúklingaverksmiðju í borginni Chelny, það gengur allt samkvæmt áætlun eða þannig kanski er þetta bara svona í rússlandi, þetta kjúklingakerfi var smíðað fyrir einu og hálfu ári síðan í marel og það er verið að setja það upp núna!!!  við borðum hádegis"mat" á verksmiðjusvæðinu sjálfu, en eigendur verksmðjunnar eru einnig með kjúklinga ræktun og fleira á svæðinu, þannig að það er eitt mötuneyti fyrir allt liðið, en þetta mötuneyti................er alveg magnað, alltaf þegar ég geng þarna inn þá býst ég allt eins við að hitta á persónurnar úr heilsubælinu í gerfahverfi hahaha ekkert smá fyndið þetta er bara eins og það, allt ógeðslega subbulegt og græjurnar voru örugglega til í FYRRI-heistyrjöldinni!!!!!

Í matinn er alltaf eitthvað sem á að vera grænmetis eitthvað í forrétt, þá kemur súpa með einhverju dóti, þá er komið að KJ'UKLINGNUM svo er endað á einhverju kjöti, semsagt næringarríkur hádegisverður sem fer nú bara að litlu leiti í mallann á sæmasæm ojjjjjjj er á fullu við að taka myndir til að birta hér á vefnum sem fyrst.

Rútuferðin til verksmiðjunnar er ævintýri líkust, þar hlunkumst við ca 12 kallar (frá marel og stork) í ca 20 min á holóttum vegum rússlands, á eldgamalli lödurútu held ég, sem er hastari en rallybíllinn ég sver það :) Og hér er ekkert nema lada og lada og lado jú og einn og einn kamaz trukkur en borgin er víst þekkstust fyrir framleiðslu á þeim eðalgræjum.

Á morgun er sunnudagur og þá verður nú eitthvað skröllt um bæinn og skoðað sig um.

Bestu kveðjur heim á "klakann"   það er nú líklega kaldara hjá mér :)

Sæmi Sæm

 


Bloggfærslur 10. nóvember 2007

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband