Umferðin í rússlandi

Allt gott að frétta héðan, skítakuldi auðvitað.

Umferðin hérna er mjög sérstök, eins og svo margt annað. Ekki nóg með að næstum allir aka um á lada, þá er mikið um árekstra hérna, síðan ég kom hef ég séð að minnsta kosti 1 árekstur í hvorri ferð í verksmiðjuna. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður fyrir það fyrsta þá keyra allir hérna eins og brjálæðingar! og svo eru umferðar mannvirkin ekki þau nýjustu, Ótrúlega fyndið : ef þið sjáið fyrir ykkur 4.akgreina hraðbrautir í hvora átt,  nú og ef maður vill fara í hina áttina, þá eru engin "mislæg gatnamót" neinei það er bara tekin U-beygja!!! og ekki nóg með það, 4 í einu!!!! ótrúlegt.

Þegar við komum á rútunni okkar á verksmiðjusvæðið á morgnana, þá verður rútan að fara í gegnum hús sem er eins og bílaþvottastöð og þar á að sótthreinsa bílinn, sprauta einhverum vökva á undirvagninn,og dekkin (MJÖG MIKILVÆGT). allt þetta vesen er að kosta okkur ca 5 mínútur á dag, það merkilegasta er að það er allt búið að vera frosið í þvottastöðinni sl.2 vikur, neinei keyrum bara áfram gæti hugsanlega verið komið í lag á morgun!  þetta er ekki í lagi!!!!!!

Heyrumst

Sæmi

 


Bloggfærslur 13. nóvember 2007

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband