Miðvikudagur í Cheny

Ég get alveg upplýst ykkur um að það er sko ekki mcdonalds eða kfc hérna!!!!!!því er nú ver og miður:( en við tökum þetta bara á bjartsýninni and the viking power, Er nú orðinn þokkalega leiður á mötuneytis matnum í verksmiðjunni. Alltaf sama jukkið, ég bara fæ hroll þegar ég huga um matinn þar brrrrrrrr........ .

Verðlagið hérna er ótrúlegt, bensínlítrinn kostar ca 50 kall, bjórinn 60 kall, gosið 60 kall Ég fór út í búð og keypti helling, brauð ,djús gos nammi sjampó ofl drasl. 500 kall!!!!!!!!!. Enda er fólkið hérna ekki með háar tekjur, ein háttsett kona í verksmiðjunni sagði mér að hún væri með 8000 rúblur í mánaðarlaun = 20000 ísk. ekki mikið það.

Merkilegt hvað fólkið hérna tala litla ensku, það er einna helst ungt fólk sem getur babblað smá , en það eldra bara ekki neitt, ég lennti í alveg hróka samræðum við eldri mann í dag, hann var sko rússi, hann babblaði eitthvað rússní grúsní og ég svaraði á ensku, hann hélt áfram og ég hristi hausinn og svaraði á ensku, heyrðu neinei hann bara heldur áfram og áfram  kallinn, og ég sagði bara nét og hann bara bullar og bullar, þetta bull endaði með því að ég sagði bara da ( da = já ) og brosti, þá brosti kallinn og fór, skrítið? Ekki hafði ég minnsta grun hvað hann vildi þessi kall.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá fóru 33000 litlir kjúllar í gegnum kerfið í dag, þegar þetta verður í fullri keyrslu á þetta að geta afkastað 90000 kjúllum á dag. 9000 á klukkutíma.

Búinn að læra 3 orð

Da = já

Nét = nei

Plaziba = takk

Rússní grúússní

 Sæmi

 


Bloggfærslur 14. nóvember 2007

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband