16.11.2007 | 21:39
Föstudagur
Hæ
héðan er allt fínt að frétta, var að koma af skemmtistað, þar var einhver "geirmundur" að brillera :) og flutti okkur þessa fínu tónlist, auðvitað skildum við ekki neitt í textunum en , hann hljómaði ótrúlega líkt og geirmundur okkar.
Alltaf þegar maður hugsar um rússland þá koma gömlu sovétríkin upp í hugann, og þar var nú heldur betur vöruskortur ójá, en í dag árið 2007 þá mundi maður ætla að það væri nú ekki til staðar, en viti menn það er hér enn!!!!! hjá kaupmanninum á horninu okkar kemur ekkert nýtt í hillurnar??? það bara klárast og það kemur bara ekkert aftur, sem kemur sér einstaklega illa við mig!! hvernig? nú það er nú bara þannig með mig að þegar ég er búinn að finna eitthvað sem er ætt, og ég ætla að kaupa það aftur, er það bara BÚIÐ!!! og hefur ekkert sést í búiðnni í viku!!!! alveg fáránlegt. það er eins með vatnið, rússarnir drekka vatn með gosi (sódavatn), daginn sem ég kom þá rambaði ég á að kaupa goslaust vatn, og var heldur betur lukkulegur með það, en viti menn ég mundi auðvitað ekkert hvernig sú flaska leit út eða hvað hún hét, og dag eftir dag er ég búinn að fá vatn með gosi, :( sem er ekki gott á bragðið.
Góða nótt
Sæmi
Bloggar | Breytt 17.11.2007 kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 16. nóvember 2007
Um bloggið
Sæmundur Sæmundsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar