Snjór og hálka

Héðan er allt gott að frétta, snjór og slydda til skiptis, í gær laugardag skelltum við okkur í mollið á staðnum og skoðuðum okkur um, þetta er bara svipað og heima nema kanski ekki eins mikið lagt í búðirnar, svo eru þær yfirleitt mikklu minni, mikið um skóbúðir, veit ekki afhverju? frá mollinu feðuðumst við á mjög nýlegum Lada sport 5 dyra :) Kvöldið fór svo í að horfa á fótbolta á rússnesku!!!

Í dag Fórum við aftur á markaðinn, í snjókomu og mikilli hálku, brjálað að gera alltaf á þessum markaði, keypum ekkert en tókum myndir og höfðum gaman af. Þetta er allt svo mikið öðruvísi en maður á að venjast, það er nú oft stutt í hláturinn hjá manni, t.d fórum við í kjötbúð þar var sölumaðurinn bara með öxi í hönd og bara slátraði eftir þörfum hvers og eins á staðnum!!!! við hliðina á honum var kona að hakka kjöt í lítilli hrærivél, ég hef nú ekki séð svona aðfarir síðan í melselinu á síðustu öld!!! hahaha Nú eru flestir íslendingarnir farnir heim, eftir eru ég og Bragi við verðum hér fram á mánudaginn 26/11. Þess má geta að á föstudaginn fóru 55 þús kjúllar í gegn hjá okkur :) hey hvað kostar kílóið af kjúlla á Íslandi? hérna kostar það ca 90 rúblur kílóið = 230 kall ísk

 Ég vil óska afmælisbörnum dagsins innilega til hamingju með daginn, þeas Einar dúi og pabbi.Góða skemmtun í dag :)

Kveðja frá russia

Sæmi Sæm


Bloggfærslur 18. nóvember 2007

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband