19.11.2007 | 16:58
Vetur
Hæ
Jæja þá er veturinn kominn hérna, -15 skafrenningur og hálka, þannig að við erum enn lengur á leiðinni út í verksmiðju. ótrúlegt með þessar lödur þær bara keyra og keyra....ég er alltaf að sjá eldgamlar lödur í bland við glænýjar. Spurning um að kaupa eina :)
Þá er bara vika eftir af þessu ævintýri, já þetta er sko ævintýri sem ekki allir fá að reyna, að koma til rússlands, það er ekki svo einfalt að maður geti bara pantað flug og skroppið hingað ónei, það er þannig að þú verður að hafa heimboð og áritun. ég er hérna í boði Chelny Broiler ehf :) kvöldin hjá mér fara mest í að horfa á sjónvarpið og skoða eitthvað í tölvunni, núna síðast var ég að fara í gegnum myndaalbúmið í tölvunni, þar var auðvitað eitthvað sem ég átti eftir að sjá, td er mikið um myndir af Birni og vá hvað drengurinn hefur stækkað og breyst á einu ári WOOWWW, er þetta hægt fann slatta af video myndum sem ég hafði ekki séð :) ekkert smá flottur á rafmagnsbílnum á yrjum, hjólandi yfir skarfaneslækinn, syngjandi sveittur með gítarinn, algjör TÖFFARI.
Var að tala við enskumælandi rússa áðan og hann var mjög áhugasamur um ísland, hann átti bágt með að trúa því að við hitum húsin okkar upp með heitu vatni úr jörðinni, hér í rússlandi eru húsin hituð með olíu eða gasi, og er mjög dýrt. honum fannst líka mjög skrítið að við endurnýtum ekki vatnið þegar það er búið að hita húsin, það fer bara út í sjó sagði ég og hann átti ekki til orð !!!
Heyrumst
Sæmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 19. nóvember 2007
Um bloggið
Sæmundur Sæmundsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar