10.11.2007 | 20:44
Laugardagskvöld í Chelny
Komið þið sæl, þá er dagur að kvöldi kominn hér í rússlandi.
Ferðalagið hóst sl. þriðjudag með frábæru flugi til Heathrow airport, en kvöldinu lauk enþá betur með sigri liverpool á besiktas í meistaradeildinni 8-0 náðum seinni hálfleik á hótelinu :) og skáluðum í kók og bjór í tilefni stærsta sigurs liverpool í meistaradeildinni.
Næsti dagur var ansi strembinn, byrjaði á flugi frá heathrow til domodedovo í moskvu. þar tók við 6 klst bið í næsta flug frá domodedov til nizhnekamsk þeas innanlandsflug í rússlandi..........skrautlegt í meiralagi, flogið með Yakovlev YAK-42 þerri frábæru 30 ára gömlu rellu, flugið gekk bara vonum framar og við lentum heilir á húfi í chelny, og gistum á hinu frábæra hótel Tatarztan í góðu yfilæti.
Við erum semsagt að setja upp 1stk kjúklingaverksmiðju í borginni Chelny, það gengur allt samkvæmt áætlun eða þannig kanski er þetta bara svona í rússlandi, þetta kjúklingakerfi var smíðað fyrir einu og hálfu ári síðan í marel og það er verið að setja það upp núna!!! við borðum hádegis"mat" á verksmiðjusvæðinu sjálfu, en eigendur verksmðjunnar eru einnig með kjúklinga ræktun og fleira á svæðinu, þannig að það er eitt mötuneyti fyrir allt liðið, en þetta mötuneyti................er alveg magnað, alltaf þegar ég geng þarna inn þá býst ég allt eins við að hitta á persónurnar úr heilsubælinu í gerfahverfi hahaha ekkert smá fyndið þetta er bara eins og það, allt ógeðslega subbulegt og græjurnar voru örugglega til í FYRRI-heistyrjöldinni!!!!!
Í matinn er alltaf eitthvað sem á að vera grænmetis eitthvað í forrétt, þá kemur súpa með einhverju dóti, þá er komið að KJ'UKLINGNUM svo er endað á einhverju kjöti, semsagt næringarríkur hádegisverður sem fer nú bara að litlu leiti í mallann á sæmasæm ojjjjjjj er á fullu við að taka myndir til að birta hér á vefnum sem fyrst.
Rútuferðin til verksmiðjunnar er ævintýri líkust, þar hlunkumst við ca 12 kallar (frá marel og stork) í ca 20 min á holóttum vegum rússlands, á eldgamalli lödurútu held ég, sem er hastari en rallybíllinn ég sver það :) Og hér er ekkert nema lada og lada og lado jú og einn og einn kamaz trukkur en borgin er víst þekkstust fyrir framleiðslu á þeim eðalgræjum.
Á morgun er sunnudagur og þá verður nú eitthvað skröllt um bæinn og skoðað sig um.
Bestu kveðjur heim á "klakann" það er nú líklega kaldara hjá mér :)
Sæmi Sæm
Um bloggið
Sæmundur Sæmundsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló bara að prufa hvort þetta virkar mamma þín í einhverjum vandræðum með að senda kveðju kveðja til Rússlands frá okkur úr Miðhúsum Lóa
Ólöf kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 20:59
Var að lesa bloggið, ekkert smá fyndið. Birnir er í heimsókn hjá okkur í Ljósuvík, kveðja
mamma,pabbi og Birnir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:22
Halló pabbi minn. Gangi þér vel í Rússlandi, ég er að horfa á bíó-mynd með afa og ætla að gista í nótt, góða nótt besta kveðja þinn Birnir Þór.
Birnir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:33
Halló Sæmi
Þú getur varla borðað venjulegan heimilismat þannig að það er svolítið fyndið að þú skulið eiga að vera á þessu fangabúðafæði í þrjár vikur. Örugglega árangursríkasti megrunarkúr í sögunni. Gangi þér vel.
Kveðja, Hulda
Hulda og fjölskylda (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:07
Góðar eldhúsmyndir. Það er bara allt nýtísku í sveitinni miðað við þetta. Hvað er eldað fyrir marga þarna ?
Kveðja, Hulda
Hulda (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:10
Hæ hæ ástin mín
Rosalega gaman að lesa þetta. Ég ætla að biðja þig að fara varlega í matinn úr þessu eldhúsi!! VIð söknum þín helling og BIrnir segir mér alltaf að knúsa sig tvöfalt fyrir svefninn, eitt frá mér og eitt frá þér.
Kveðja,
Erna
Erna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.