11.11.2007 | 19:02
Sunnudagur í rússlandi
Hæ þá er þessi fíni dagur á enda, var bara í fríi í dag :)
Í dag skellti ég mér í gönguferð um nágrenni í ca 12 gráðu frosti :) sem var bara fínt. Fór meðal annars á útimarkað......jamm útimarkað í þessu frosti!! það væri ekki hægt á íslandi, þó það væri gott veður. En á þessum markaði var bara allt til sölu, allt frá fatnaði til heilu innréttinganna, já og allt utandyra !!! og mikill bisniss allt fullt af fólki.....allir á lada, að sjálfsögðu :)
Annars hefur dagurinn mest farið í að horfa á sjónvarpið, ég er með ca 50 rásir, það er bara eitt vandamál 49 þeirra eru á rússnesku :( þeir virðast döbba allt hérna, tala yfir allt, meirasegja döbba þeir national geograpic, discovery og eurosport!!!! en mér hefur gangið ágætlega að skilja þetta...hahahaha.
Varðandi matinn þá er ég auðvitað með neyðarbirgðir frá íslandi :) svo ég deyi nú ekki alveg úr hungri. Annars er maturinn hérna á hótelinu bara fínn og kostar ekki mikið.
Góða nótt Sæmi
Um bloggið
Sæmundur Sæmundsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ :)
Já, góðar neyðarbirgðirnar maður! Duga nú samt ekki alveg ef þú verður í 3 vikur. Á ég að senda meira?
Eins gott að ég er ekki þarna meðan þú flettir á milli 50 stöðvanna... úff.
Kveðja,
Erna
Erna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 20:38
Hæ Sæmi
Flottar myndir af eldúsinu, spurning hvort maður fari að skipta. En hér á klakanum er rok og rigning 5 stiga hiti.
kv Þórdís
Þórdís gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:25
Frábært ævintýri að vinna í Rússlandi ;) Gangi þér vel þarna í kuldanum, ég sendi hlýju héðan, 8 stig núna í Rvík.
Malla frænka (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:38
Halló
Eins gott að þú ert með nesti. Er ekki ógeðslega kalt þarna í 12 stiga frosti ? Nógu kalt hérna þó það sé bara við frostmarkið. Góða skemmtun í kjúklingaverksmiðjunni ?
Kveðja, Hulda og fjölskylda
Hulda (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:44
Hæ Sæmi
Gaman að lesa þetta. Vorum í heimsókn í Hólmgarðinum, og Birnir Þór er farin að sakna þín mikið.
Birta líka held ég bara.
kv Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.