Föstudagur

 héðan er allt fínt að frétta, var að koma af skemmtistað, þar var einhver "geirmundur" að brillera :) og flutti okkur þessa fínu tónlist, auðvitað skildum við ekki neitt í textunum en , hann hljómaði ótrúlega líkt og geirmundur okkar.

Alltaf þegar maður hugsar um rússland þá koma gömlu sovétríkin upp í hugann, og þar var nú heldur betur vöruskortur ójá, en í dag árið 2007 þá mundi maður ætla að það væri nú ekki til staðar, en viti menn það er hér enn!!!!! hjá kaupmanninum á horninu okkar kemur ekkert nýtt í hillurnar??? það bara klárast og það kemur bara ekkert aftur, sem kemur sér einstaklega illa við mig!! hvernig? nú það er nú bara þannig með mig að þegar ég er búinn að finna eitthvað sem er ætt, og ég ætla að kaupa það aftur, er það bara BÚIÐ!!! og hefur ekkert sést í búiðnni í viku!!!! alveg fáránlegt. það er eins með vatnið, rússarnir drekka vatn með gosi (sódavatn), daginn sem ég kom þá rambaði ég á að kaupa goslaust vatn, og var heldur betur lukkulegur með það, en viti menn ég mundi auðvitað ekkert hvernig sú flaska leit út eða hvað hún hét, og dag eftir dag er ég búinn að fá vatn með gosi, :(  sem er ekki gott á bragðið.

Góða nótt

Sæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Gaman að sjá nýja færslu. Vonandi sástu að Birnir skrifaði kveðju núana áðan, við síðasta blogg. Hann svar sem sagt ekki hjá ömmu sinni og afa og var frekar svekktur út í mig að ég skyldi hafa sótt hann!! Haha... þú hefðir átt að skrifa niður hvað þetta blessaða vatn hét sem var ekki með GOSI. Þú ert svo fyndinn. Nú er vika og 2 dagar í við fáum þig heim aftur ef ég reikna rétt. Það eru allir fjölskyldumeðlimir mjög spenntir að sjá þig :)

Love you, Erna

Erna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:20

2 identicon

Úff þú átt alla okkar samúð Sæmundur!  Ekki myndum við hjúin lifa í útlöndum ef ekki væri Mcinn, hvað þá þú!  En æði að lesa fréttirnar frá þér, vissum ekki að þú værir bloggpenni..... en gangi þér vel að borða og finna mat sem er ætur en eitt er víst að það færi ekkert inn fyrir mínar varir úr þessu vibba mötuneyti.  Ég vona allavega að þú fáir einvhersstaðar franskar þarna í Skrýtna landi, því það er nú hægt að lifa ótrúlega lengi á þeim.  En annars gætum við kannski bara sent þér nachos svona svo þú deyjir ekki úr hungri.

Kveðja Petra og Hrannar

Petra og Hrannar (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Sæmundur Sæmundsson

Hæ  ójá ég er búinn á fá franskar  og meirasegja pizzu.

Sæmi

Sæmundur Sæmundsson, 17.11.2007 kl. 13:27

4 identicon

...og svo er maður að hafa áhyggjur af þér!!

Erna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:32

5 identicon

Þú verður bara að biðja kaupmanninn um að panta "ætu" vörurnar.  Ertu ekki orðinn svo sleipur í rússneskunni ? 

Krökkunum finnst rosalega skemmtilegt að sjá þessar myndir úr eldhúsinu.  Hafa ekkert kvartað yfir matnum í mötuneytinu eftir að þeir fór að lesa um þenna hrylling sem þú færð ............

Kveðja, Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband