Snjór og hálka

Héðan er allt gott að frétta, snjór og slydda til skiptis, í gær laugardag skelltum við okkur í mollið á staðnum og skoðuðum okkur um, þetta er bara svipað og heima nema kanski ekki eins mikið lagt í búðirnar, svo eru þær yfirleitt mikklu minni, mikið um skóbúðir, veit ekki afhverju? frá mollinu feðuðumst við á mjög nýlegum Lada sport 5 dyra :) Kvöldið fór svo í að horfa á fótbolta á rússnesku!!!

Í dag Fórum við aftur á markaðinn, í snjókomu og mikilli hálku, brjálað að gera alltaf á þessum markaði, keypum ekkert en tókum myndir og höfðum gaman af. Þetta er allt svo mikið öðruvísi en maður á að venjast, það er nú oft stutt í hláturinn hjá manni, t.d fórum við í kjötbúð þar var sölumaðurinn bara með öxi í hönd og bara slátraði eftir þörfum hvers og eins á staðnum!!!! við hliðina á honum var kona að hakka kjöt í lítilli hrærivél, ég hef nú ekki séð svona aðfarir síðan í melselinu á síðustu öld!!! hahaha Nú eru flestir íslendingarnir farnir heim, eftir eru ég og Bragi við verðum hér fram á mánudaginn 26/11. Þess má geta að á föstudaginn fóru 55 þús kjúllar í gegn hjá okkur :) hey hvað kostar kílóið af kjúlla á Íslandi? hérna kostar það ca 90 rúblur kílóið = 230 kall ísk

 Ég vil óska afmælisbörnum dagsins innilega til hamingju með daginn, þeas Einar dúi og pabbi.Góða skemmtun í dag :)

Kveðja frá russia

Sæmi Sæm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Sæminn minn

Alltaf gaman að blogginu! Ég veit nú ekki hvað kílóið af kjúlla kostar, en kjúllabringur eru á um og yfir 2000 kr/kg held ég. En mér finnst ENGIN frammistaða að kaupa ekkert á markaðinum, ég er viss um að ég hefði fundið eitthvað sniðugt. Hefði samt látið kjötið vera! Annars eru bara 10 dagar í Boston!! Love you, Ernan

Erna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:27

2 identicon

Halló Var að koma úr afmælisveislu hjá pabba og Einari Dúa.  Geggjaðar kökur, eins og venjulega.  Þú hefðir að vísu ekki smakkað á helmingnum.   Svo er verið að tala um ógeðslega slátrun í sveitinni.........

Kveðja, Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 19:54

3 identicon

 Hæ Sæmi, takk fyrir afmæliskveðjuna, við vorum að sjálfsögðu hjá Einari Dúa í afmælinu og þann 16 nóv. hjá Möggu í 70 ára afmæli, svo það er nóg að gera í veislunum. Bestu kveðjur úr Ljósuvík með von um að allt gangi vel hjá þér.

pabbi og mamma (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:10

4 identicon

Takk fyrir kveðjuna.  Einar Dúi var þvílíkt glaður með daginn og sofnaði seint í gærkvöldi með kórónuna sína.kv. Helga

Helga Fjóla Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sæmundur Sæmundsson

Höfundur

Sæmundur Sæmundsson
Sæmundur Sæmundsson
Pabbi, "eiginmaður", vélsmiður, rallykarl, fótboltastrákur...

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Birnir skrímsli
  • Flott skilti !
  • Bara gaman
  • Vestfirðir 2007
  • Rallybílstjóri

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband